25.8.04

Dauði og djöfull!

Jæja. Síðasta nótt var eins leiðinleg og hægt er að hugsa sér. Ég komst að því að ég er 6 fet og 5 tommur á hæð eða í kringum 195 cm. Ég hafði EKKERT að gera síðustu nótt... engar kvikmyndastjörnur að leika, ekki einusinni statistar að leika.... það var bara ENGINN á staðnum. Til allrar hamingju tók ég með mér bók og var ágætlega duglegur við að lesa hana í nótt. Maður verður samt bara svo hrikalega þreyttur á því að lesa... og það er ekki gott í mínu starfi! Þar sem ég lét plata mig í tvær næturvaktir á þessum hörmulega stað, held ég að ég verði að finna mér eitthvað til dundurs í kvöld. Tek allavega bókina með og gítarinn til að stytta sjálfum mér stundirnar... Hver veit nema að Julia Stiles komi í heimsókn í kvöld og taki undir með mér á gítarinn.

Nú fer að styttast í Browninn... get ekki sagt annað en að mig hlakki til. Ætla að kaupa miðan á morgun og svo er að skipuleggja Funk partý ársins. Djöfull verður þetta gaman!

Jæja, ég ætla að fara að fá mér að éta og hafa mig svo til fyrir vakt dauðans.